Ægir og Uppsveitir náðu í stig

Máni Snær Benediktsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir og Uppsveitir gerðu bæði 1-1 jafntefli í leikjum sínum í 3. og 4. deild karla í knattspyrnu í dag.

Ægir heimsótti Sindra á Hornafjörð í 3. deildinni. Cristofer Rolin kom Ægi yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Sindramenn jöfnuðu í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Ægismenn hafa enn ekki tapað leik í deildinni en liðið er í 4. sæti með 10 stig og Sindri í 8. sæti með 7 stig.

Í 4. deildinni heimsótti lið Uppsveita Smára í Kópavoginn. Máni Snær Benediktsson kom Uppsveitum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Smári jafnaði metin á 2. mínútu síðari hálfleiks. Smáramenn léku manni færri síðasta hálftímann eftir að rautt spjald fór á loft en Uppsveitum tókst ekki að nýta liðsmuninn. Uppsveitir eru í 7. sæti B-riðilsins með 4 stig en Smári er í 6. sætinu með 5 stig.

Fyrri greinUmgjörð utan um ferðaperlur við ströndina
Næsta greinFramboðslisti Sjálfstæðisflokksins samþykktur