Ægir og Sindri skildu jöfn

Þorkell Þráinsson skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir og Sindri skildu jöfn í 3. deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust í Þorlákshöfn í dag.

Þorkell Þráinsson kom Ægismönnum yfir strax á 4. mínútu leiksins en Oddleifur Eiríksson jafnaði fyrir Sindra aðeins átta mínútum síðar. 

Ómar Örn Reynisson kom inná sem varamaður á 14. mínútu eftir meiðsli Sigurðar Óla Guðjónssonar og Ómar var fljótur að láta að sér kveða. Tíu mínútum síðar var hann búinn að koma Ægi í 2-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var markalaus allt fram á 78. mínútu þegar Sævari Gunnarssyni tókst að jafna fyrir Sindra og lokatölur urðu 2-2.

Ægir er áfram í 7. sæti deildarinnar, nú með 15 stig og Sindri er einu sæti neðar með sama stigafjölda.

Fyrri grein„Langaði að vera fátækur listamaður og túristi í eigin landi“
Næsta greinHella komin í 5G samband