Ægir og Kría skildu jöfn

Þorkell Þráinsson skoraði mark Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir og Kría skildu jöfn, 1-1, í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag.

Kría komst yfir á 38. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik en Þorkell Þráinsson jafnaði metin fyrir Ægi þegar tæpar fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Þetta var fyrsti leikur Ægis í Lengjubikarnum en auk Kríu mætir Þorlákshafnarliðið Hamri, Elliða og Létti í riðli-2. Næsti leikur liðsins er gegn Létti á Selfossi laugardaginn 16. mars.

Fyrri greinSóknarhugur í Miðflokksfólki í Suðurkjördæmi
Næsta greinVandræðalaust hjá Þórsurum