Ægir náði í stig fyrir norðan – Uppsveitir steinlágu

Cristofer Rolin skoraði fyrir Ægi í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn fóru norður á Dalvík í dag þar sem þeir gerðu 1-1 jafntefli við Dalvík/Reyni í 3. deild karla í knattspyrnu.

Fyrri hálfleikur var markalaus en á þriðju mínútu síðari hálfleiks kom Cristofer Rolin Ægismönnum yfir. Allt stefndi í sigur Ægis en á sjöttu mínútu uppbótartímans komu heimamenn boltanum í netið og jöfnuðu 1-1 og þær urðu lokatölur leiksins.

Í 4. deildinni heimsóttu Uppsveitir KH að Hlíðarenda. Það er skemmst frá því að segja að heimamenn unnu öruggan 6-0 sigur en staðan var 3-0 í hálfleik.

Fyrri greinDagný (ekki) með þrennu í stórsigri Hamars
Næsta greinMatur