Ægir missti niður tveggja marka forskot

Cristofer Rolin skoraði fyrir Ægi í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn hófu leik í 3. deild karla í knattspyrnu aftur í dag eftir þriggja vikna hlé vegna kórónuveirusmita í herbúðum þeirra.

Sindri frá Hornafirði kom í heimsókn í Þorlákshöfn í dag í jöfnum og spennandi leik. Cristofer Rolin kom Ægi yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var 1-0 í leikhléi. Á fjórðu mínútu seinni hálfleiks skoraði svo Brynjólfur Þór Eyþórsson og Ægismenn í góðum málum í stöðunni 2-0.

Um miðjan seinni hálfleikinn minnkuðu Sindramenn muninn og fjórum mínútum síðar jöfnuðu þeir metin, 2-2. Gestirnir reyndust svo sterkari á lokakaflanum því þeir skoruðu sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok, lokatölur 2-3.

Ægir er nú í 5. sæti deildarinnar með 23 stig en Sindri fór upp í 3. sætið með 27 stig. Ægismenn eiga 2-3 leiki til góða á flest liðin sem eru fyrir ofan þá á töflunni og ljóst að lokaspretturinn í deildinni verður spennandi.

Fyrri greinFyrsta plata Moskvít komin út
Næsta greinSelfoss sigraði eftir harða keppni við Garp/Heklu