Ægir með andrými þrátt fyrir tap

Dimitrije Cokic skorar mark Ægis með skalla. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn tóku á móti Þrótti Vogum í toppslag í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn urðu 1-2.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og lítið að frétta inni í vítateigunum. Það var ekki fyrr en í uppbótartímanum að Dimitrije Cokic skoraði gott skallamark og Ægir fór með 1-0 forystu inn í hálfleikinn.

Ægir fór illa að ráði sínu í seinni hálfleiknum, færin fóru forgörðum og Þróttarar komu sér inn í leikinn með marki. Gestirnir náðu svo að knýja fram sigur og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar. Ægismenn eru áfram á toppnum með 35 stig en Þróttur V er með 30.

Fyrri greinÓskar ráðinn fjármálastjóri First Water
Næsta greinJón Daði með mark og stoðsendingu í fyrsta heimaleiknum