Ægir lagði botnliðið örugglega

Arilíus Óskarsson skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir vann öruggan sigur á botnliði Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu í dag á Sauðárkróki.

Brynjólfur Þór Eyþórsson kom Ægi yfir á 35. mínútu og fimm mínútum síðar breytti Arilíus Óskarsson stöðunni í 0-2.

Þannig stóðu leikar í hálfleik og allt fram á 66. mínútu að heimamenn náðu að minnka muninn. Ægismenn voru þó ekki hættir og fimm mínútum síðar skoraði Brynjólfur aftur og tryggði Ægi 1-3 sigur.

Ægir er nú í 4. sæti deildarinnar með 29 stig og á 1-2 leiki til góða á liðin fyrir ofan sig.

Fyrri greinHaukar unnu Ragnarsmótið
Næsta greinRagnarsmót kvenna hefst í kvöld