Ægir í hörku fallbaráttu

Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði eitt af mörkum Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir náði í dýrmætt stig þegar liðið mætti Augnabliki á útivelli í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 1-1.

Bæði mörkin komu á upphafsmínútum leiksins. Augnablik komst yfir á 5. mínútu en Brynjólfur Þór Eyþórsson jafnaði metin rúmum fimm mínútum síðar. Mörkin urðu ekki fleiri þrátt fyrir góðar tilraunir beggja liða. 

Ægir er í hörku fallbaráttu en úrslit annarra leikja í kvöld voru liðinu ekki hagstæð. Ægir hefur 21 stig í 10. sæti deildarinnar en þar fyrir neðan eru Vængir Júpiters með 19 stig og leik til góða.

Fyrri greinSelfoss aftur í 3. sætið
Næsta greinMenningarsalurinn kláraður árið 2022