Frábær lokasprettur tryggði Ægi 0-2 sigur gegn Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu í dag. Liðin mættust á Dalvíkurvelli.
Leikurinn var jafn og spennandi og fátt um færi lengst af. Staðan var 0-0 í leikhléi og stefndi allt í að það yrði niðurstaðan en þegar sjö mínútur voru til leiksloka kom Baptiste Gateau Ægismönnum yfir. Aron Daníel Arnalds bætti svo öðru marki við í uppbótartímanunm og tryggði Ægi 0-2 sigur.
Á sama tíma gerði Þróttur V 2-2 jafntefli við Hött/Huginn á útivelli. Ægir endurheimti því toppsæti deildarinnar með 23 stig en Þróttur er í 2. sæti með 22. Dalvík/Reynir er í 5. sæti með 16 stig.