Ægir byrjar á sigri

Goran Potkozarac skoraði mark Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir vann góðan sigur á Vængjum Júpiters í 1. umferð 3. deildar karla í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli í kvöld.

Báðum liðum er spáð í neðri hluta deildarinnar og því voru þau áfjáð í að ná í mögulega mikilvæg stig í kvöld. Ægismenn reyndust sterkari og Goran Potkozarac kom þeim yfir á 16. mínútu. Staðan var 1-0 í leikhléi en Ægismenn voru mun nær því að bæta við mörkum eftir að hafa sótt undan vindi í fyrri hálfleik.

Það var hart barist í seinni hálfleiknum og en Ægismenn voru líklegri til þess að skora og á 85. mínútu kom að því að Sigurður Óli Guðjónsson innsiglaði 2-0 sigur Ægis og þar við sat.

Fyrri grein„Áttum að gera betur í sókninni“
Næsta greinUppsveitamenn fljótir að stimpla sig inn