Ægir byrjar á sigri

Cristofer Rolin skoraði fyrir Ægi í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn byrja vel í 3. deild karla í knattspyrnu en þeir lögðu Elliða að velli í Árbænum í dag, 1-2.

Cristofer Rolin kom Ægi yfir strax á 7. mínútu leiksins en Elliði jafnaði mínútu fyrir leikhlé og staðan var 1-1 í hálfleik.

Bæði lið gerðu sig líkleg í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en á 84. mínútu að Ægismönnum tókst að skora og tryggja sér 1-2 sigur. Þar var að verki nýliðinn Lazar Cordasic, sem kom til Ægis frá Fjarðabyggð á dögunum.

Ægir er nú í 4. sæti deildarinnar með 3 stig og mætir næst Augnabliki á heimavelli í Þorlákshöfn næstkomandi föstudagskvöld.

Fyrri greinSelfyssingar slegnir út af laginu í upphafi
Næsta greinTap í lokaumferðinni