Ægir ætlar í úrslitakeppnina

Ásgrímur Þór Bjarnason skoraði þrennu fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Línur eru farnar að skýrast í D-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu eftir að Ægir sigraði KFR 3-0 í Suðurlandsslag á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi.

Ægir og Elliði hafa nú 17 stig á toppi riðilsins en KFR er í 3. sætinu með 10 stig, þegar sjö umferðum af tólf er lokið. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í úrslitakeppnina.

Ægir skoraði tvívegis í upphafi leiks í gærkvöldi, Stefan Dabetic skoraði úr aukaspyrnu á 9. mínútu og strax í næstu sókn skoraði Ásgrímur Þór Bjarnason úr skyndisókn.

Bæði lið áttu góðar sóknir eftir þetta og mark frá KFR hefði hleypt þeim aftur inn í leikinn en Ægismenn héldu sjó og bættu svo þriðja markinu á 76. mínútu þegar Þorkell Þráinsson skoraði af vítapunktinum og þar við sat.

Fyrri grein„Ljótt en við tökum það“
Næsta greinKatla Björg framlengir við Selfoss