Ægir á toppnum þrátt fyrir tap

Atli Rafn Guðbjartsson skoraði mark Ægis. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir tapaði sínum fyrsta leik í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið heimsótti Elliða í Árbæinn í kvöld.

Atli Rafn Guðbjartsson kom Ægi yfir á 27. mínútu leiksins og staðan var 0-1 í leikhléi og reyndar allt fram á 83. mínútu þegar Elliði jafnaði metin. Heimamennirnir skoruðu svo sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram í uppbótartímanum.

Þrátt fyrir tapið voru Ægismenn öruggir með 1. sætið í riðlinum og sæti í úrslitakeppni 4. deildarinnar. Elliði varð í 2. sæti og kemst sömuleiðis í úrslit.

Ægir og Hamar í úrslit
Úrslitakeppnin hefst næstkomandi föstudagskvöld og Ægir hefur leik gegn Ými á útivelli. Það kemur í ljós á morgun hver mótherji Hamars verður í 8-liða úrslitunum, annað hvort Hvíti riddarinn eða Kormákur/Hvöt.

Fyrri greinTveir nýir veirusjúkdómar greindir á Rangárbúinu
Næsta greinKennsluflugvél hlekktist á á Flúðum