Ægi gekk illa upp við rammann

Ragnar Páll Sigurðsson í baráttunni um boltann í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir er enn án sigurs í B-deild deildarbikars karla í knattspyrnu en Ægir heimsótti Elliða í Árbæinn í dag.

Elliði komst yfir strax á 3. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik, þeir skoruðu tvívegis snemma í seinni hálfleik og bættu svo fjórða markinu við þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 4-0.

Ægir er án stiga í botnsæti riðilsins að loknum tveimur umferðum og eiga enn eftir að skora sitt fyrsta mark í keppninni.

Fyrri greinSelfoss og Hrunamenn með góða sigra
Næsta greinSlæm byrjun varð Selfossi að falli