Æfingar skila árangri hjá Suðrafólki

Ægir, María, Jón Ingi, Sigríður, Ólafur Aron, Valdís Hrönn, Kristófer og Reynir að loknu móti. Ljósmynd/Örvar Arnarson

Sunnudaginn 17. nóvember fór fram HSK og Guðmundarmót í lyftingum í húsnæði Crossfit Selfoss. Keppendur voru átta en þau eru öll að æfa lyftingar hjá íþróttafélaginu Suðra hjá Örvari Arnarsyni, þjálfara

Keppt var í réttstöðulyfti og voru úrslit þannig:

KVK-flokkur
1. sæti Valdís Hrönn, 125 kg.
2. sæti Sigríður, 115 kg.
3. sæti María, 112,5 kg.

KK-flokkur
1. sæti Ólafur 160 kg.
2. sæti Reynir 140 kg.
3. sæti Jón Ingi 110 kg.
4. sæti Kristófer 100 kg.

KK-flokkur
1. sæti Sigurjón Ægir 80 kg.

Að sögn Örvars þjálfara stóðu allir sig vel og æfingar eru greinilega að skila árangri. Kristófer var að stíga sín fyrstu spor í keppni með frábærum árangri. Ólafur var með þyngstu lyftu mótsins 160 kg og átti góða tilraun við 180 kg.  Reynir er að skila góðum lyftum og er meira að vænta frá honum. Jón Ingi er ungur og nú þegar sterkur, hann lyfti 110 kg. Ægir er að jafna sig eftir meiðsli en er kominn á gott skrið.

Af stelpunum var Valdís sterkust með heil 125 kg, með systurnar Maríu og Sigríði stutt á eftir sér. Þær eru allar að bæta sig frá því í fyrra.

Fyrri greinKartöflur passa með öllu og bragðast alls ekki illa
Næsta greinEndurheimti heilsuna á ullardýnu