Æfðu með úrvalshópi FRÍ

Sunnlensku krakkarnir að loknum æfingabúðunum. (F.v.) Birta Sigurborg (Dímon), Hildur Helga (Selfoss), Jónas (Selfoss), Eva María (Selfoss), Dagur Fannar (Selfoss), Unnsteinn (Þjótanda), Sindri (Heklu) og Sebastian (Selfoss). Ljósmynd/Aðsend

Átta iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss sóttu landsliðsæfingar Úrvalshóps Frjálsíþróttasambands Íslands í Laugardalnum í gær.

Mikill metnaður var á æfingunum en sérhæfðir þjálfarar voru með hverja grein á morgunæfingu.  Því næst var hádegismatur í boði FRÍ í Laugardalnum og að honum loknum voru tveir frábærir fyrirlestrar.  Sá fyrri var um næringarfræði hjá Fríðu Rún Þórðardóttur og sá síðari hjá Pálmari Ragnarssyni um jákvæð samskipti.  Í lok dags var þrek og boðhlaupsæfing.

Þessir krakkar fara nú á fullt í að klára undirbúningstímabilið fyrir sumarið og verður spennandi að fylgjast með þeim á keppnistímabilinu.

Fyrri greinEldur í rusli við Sunnulækjarskóla
Næsta greinSnæfríður Sól tvöfaldur Íslandsmeistari