Adrián Sánchez í Selfoss

Adrián Sánchez í búningi Selfoss. Ljósmynd/UMFS

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við spænska varnarmanninn Adrián Francisco Sánchez Pérez til tveggja ára.

Sánchez, sem er 29 ára gamall, kemur til Selfoss frá spænska neðrideildarfélaginu AD Villaviciosa de Odón. Þessi reyndi leikmaður hefur spilað fyrir ýmis félög í heimalandi sínu en í fyrrasumar lék hann allt tímabilið með Víkingi Ólafsvík í 2. deildinni.

Sánchez er þegar kominn með leikheimild og gæti því verið í leikmannahópi Selfoss sem tekur á móti Leikni R í Lengjubikarnum á Selfossvelli kl. 19 í kvöld.

Fyrri greinÍbúafjölgun í öllum sveitarfélögunum
Næsta greinHvetja ríkið til að meta stöðu raforkuframleiðslu á landinu