Adelman í raðir Selfoss

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss hefur samið við Melanie Adelman um að leika með nýliðum Selfoss í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Adelman er þriðji erlendi leikmaðurinn sem Selfyssingar semja við í vetur en áður höfðu miðjumaðurinn Valorie O’Brien og markvörðurinn Nicole McClure gengið í raðir félagsins.

Adelman er 23 ára gömul, örvfættur miðjumaður og kemur frá háskólanum í Houston. Hún er væntanleg til landsins í mars en þá hefst keppni í Lengjubikarnum.

Keppni í Pepsi-deildinni hefst þann 13. maí en þá fær Selfoss KR í heimsókn.