Aðalvinningurinn fór til Grindavíkur

Vinningshafarnir Kristín og Ágúst ásamt barnabarninu Ingbjörgu Etnu og eigendum Árvirkjans, þeim Hauki Guðmundssyni (t.v) og Guðjóni Guðmundssyni. Ljósmynd/Selfoss

Rétt fyrir jól var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 3682 og fór sá vinningur alla leið til Grindavíkur.

Það voru þau Ágúst Þór Ingólfsson og Kristín Elísabet Pálsdóttir sem áttu vinningsmiðann í ár. Miðann keyptu þau til styrktar barnabarni sínu Ingibjörgu Etnu Ingólfsdóttir leikmanni 6.flokks kvenna hjá Selfoss.

Fyrri greinNýr leikskóli í Þorlákshöfn boðinn út
Næsta greinArnór Elí semur við Selfoss