Aðalvinningurinn afhentur

Ida Sofia ásamt Inga Rafni (t.v.) og Hafþóri Oddi Jóhannessyni frá Árvirkjanum. Ljósmynd/Umf. Selfoss

Föstudaginn 18. desember síðastliðinn var dregið í jólahappdrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss.

Aðalvinningurinn, 65“ sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 2.139 sem er í eigu Tómasar Þóroddssonar og Idu Sofiu Grundberg.

Það var Ingi Rafn Ingibergsson, starfsmaður knattspyrnudeildar Selfoss, sem afhenti Idu Sofiu sjónvarpið í verslun Árvirkjans nú á nýju ári.

Fyrri greinVinningshafar í jólagluggaleik
Næsta greinSelfyssingarnir með stórleik