A-landsliðsþjálfari hjá Dímoni og Heklu

Nú á haustdögum réðu borðtennisdeildir Dímonar og Umf. Hekla til starfa A-landsliðsþjálfarann í borðtennis, Bjarna Þorgeir Bjarnason.

Í frétt frá deildinni segir að þetta sé mikill fengur fyrir borðtennisíþróttina í Rangárþingi enda hafi Bjarni mikla þekkingu og reynslu á sviði borðtennisíþróttarinnar, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Bjarni hefur sótt mikla þjálfaramenntun bæði heima og erlendis og er í dag menntaðasti þjálfarinn hér á landi.

Mikil ánægja er hjá iðkendum og stjórnum félaganna með störf Bjarna og verður starf hans vonandi til þess að efla og kveikja enn meiri áhuga á íþróttinni í Rangárþingi.

Fyrri greinHjallastefnan fauk og Geiri týndi hattinum
Næsta greinStórt tap í Vesturbænum