Á brattann að sækja hjá HSK

Sveit HSK er í fmmta og neðsta sæti að afloknum fyrri keppnisdegi á Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands sem fram fer á Laugardalsvelli um helgina.

HSK er með 40 stig en þar fyrir ofan er Breiðablik með 43 stig. ÍR hefur nokkuð örugga forystu með 70 stig.

Kristinn Þór Kristinsson sigraði í 1500 m hlaupi karla á 3:59,69 mín.

Fjóla Signý Hannesdóttir varð önnur í 400 m grindahlaupi á 60,94 sek, á nákvæmlega sama tíma og sigurvegarinn. Þá varð Fjóla einnig önnur í hástökki, stökk 1,70 m. Ágústa Tryggvadóttir varð síðan önnur í kúluvarpi, kastaði 11,61 m

Eyrún Gautadóttir varð þriðja í 1500 m hlaupi kvenna á 5:29,22 mín og Jóhanna Herdís Sævarsdóttir varð þriðja í spjótkasti kvenna en hún kastaði 38,01 m.

Fyrri greinBílvelta við Efsta-Dal
Næsta greinHaldið upp á afmæli Hvolsvallar