„Aðeins stærra en Shellmótið“

„Maður getur ekki beðið, þetta er geggjað,“ sagði landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson í samtali við fjölmiðla í morgun, en Ísland leikur sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni í knattspyrnu næstkomandi þriðjudag.

„Þetta er svolítið fyndið, maður hefur ekkert farið á mót síðan maður var krakki á Shellmótinu þannig að það er gaman að upplifa þetta aftur, þó að þetta sé aðeins stærra,“ sagði Jón Daði léttur.

Hann segir andann í hópnum mjög góðan og aðstæður hinar bestu í sólinni í Frakklandi, þar sem Selfyssingurinn notar sólarvörn númer 50.

Viðtalið við Jón má sjá hér að neðan, af Youtube-rás KSÍ.