99. héraðsþing HSK haldið í fjarfundi

Árið 2020 var fámennt héraðsþing haldið í Hvolnum og 2021 fór þingið fram í netheimum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

99. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður haldið á netinu sem fjarfundur, fimmtudaginn 29. apríl næstkomandi og hefst stundvíslega kl. 17:00. Áætluð þingslit eru kl. 18:30.

„Þar sem aðeins 20 manns mega koma saman næstu þrjár vikurnar er ljóst að við verðum að halda þingið á netinu,“ segir í frétt frá HSK en á þinginu mun stjórn sambandsins leggja fram tillögu varðandi mætingu, með tilliti til lottótekna. Þar er lagt til að félög og ráð fái óskertar lottótekjur að því gefnu að þau sendi einn fulltrúa. Heimilt er að senda fleiri.

Fyrri greinÞjónandi forysta
Næsta greinRafmagnslaust í Mýrdalnum