85 stiga sigur Hamars

Hamar vann 85 stiga sigur á nágrönnum sínum í Laugdælum þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í körfubolta á Laugarvatni í kvöld. Lokatölur voru 15-100.

Hamar leiddi allan leikinn og munurinn jókst stórum eftir hvern leikhluta. Laugdælir áttu í miklu basli í sóknarleiknum og þegar Hamar pressaði sem mest var leikurinn einstefna að körfu Laugdæla. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 4-28 og hálfleiksstaðan 8-52.

Gestirnir úr Hveragerði slökuðu nokkuð á klónni í síðari hálfleik, allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig og komust allir á blað.

Staðan var 14-77 að loknum 3. leikhluta en Laugdælir skoruðu aðeins eitt stig í síðasta leikhlutanum gegn 23 stigum Hamars og á lokasekúndunum skoraði Dagný Lísa Davíðsdóttir hundraðasta stig gestanna.

Kristrún Kúld Heimisdóttir og Ingey Arna Sigurðardóttir voru stigahæstar Laugdæla með fjögur stig, Hafdís Ellertsdóttir skoraði þrjú og þær Margrét Harðardóttir og Margrét Ólafsdóttir skoruðu báðar tvö stig.

Hjá Hamri var Marín Laufey Davíðsdóttir stigahæst með 21 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir 14, Íris Ásgeirsdóttir og Margrét Hrund Arnarsdóttir skoruðu báðar 12 stig, Katrín Eik Össurardóttir 11, Álfhildur Þorsteinsdóttir 9, Jenný Harðardóttir 7, Bjarney Sif Ægisdóttir 5, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 3 og þær Helga Vala Ingvarsdóttir, Bylgja Sif Jónsdóttir og Adda María Óttarsdóttir skoruðu allar 2 stig.

kristrun_kuld_heimisdottir061112gk_961822861.jpg
Kristrún Kúld Heimisdóttir var stigahæst Laugdæla í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinFagmenn SS unnu gull
Næsta greinNýtt héraðsmet í maraþonhlaupi