600 strákar á Olísmótinu

Tæplega 600 strákar í 5. flokki eru mættir á Selfoss að taka þátt í Meistardeild Olís í knattspyrnu um helgina. Þetta er níunda árið í röð sem mótið fer fram á Selfossvelli.

Á föstudeginum fór fram hraðmót þar sem hvert lið keppti þrjá leiki. Að því loknu er liðunum raðað í riðla eftir árangri á hraðmótinu. Laugardag og sunnudag spila liðin svo samtals fimm leiki.

Margt skemmtilegt fer fram á mótinu m.a. sundlaugarpartý, bíósýning í Selfossbíó og kvöldvakan á laugardeginum.

Selfyssingar og áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að kíkja á Selfossvöll og sjá strákana sýna snilli sína á vellinum.

Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á www.olismot.is.

Fyrri greinÁrbakki fallegasta gata Árborgar
Næsta greinLögreglan líði ekki fjárskort