50 Selfossstelpur á Símamóti

Knattspyrnudeild Selfoss sendi fimm lið úr 6. og 7. flokki kvenna á hið árlega Símamót sem haldið var í Kópavogi í lok júlí.

Liðin fimm skipuðu hátt í 50 stelpur á aldrinum 6-10 ára. Stelpunum gekk ágætlega og voru sum liðin nálægt því að komast á pall en með smá heppni hefði allt getað gerst. Stelpurnar skemmtu sér stórvel enda veðrið þessa helgi frábært, sól og 25 stiga hiti.

Foreldrar voru margir á hliðarlínunni og gat verið mikill hiti í sumum þeirra þegar spennan fór yfir leyfileg mörk en allir voru félaginu til sóma.

Knattspyrnupæjurnar á Selfossi vilja þakka mörgum góðum fyrirtækjum á Selfossi fyrir stuðninginn með matargjöfum og fleiru sem kom sér mjög vel á meðan á mótinu stóð.

Þjálfari stelpnanna er Laufey Guðmundsdóttir og aðstoðarþjálfarar eru Bríet Mörk Ómarsdóttir, Inga Lára Sveinsdóttir og Kristín E. Skúladóttir.

Fyrri greinBirtíngur heldur norður
Næsta greinSumargleði í Hvíta