5. og 6. flokkur Hamars/Ægis sækja í sig veðrið

5. og 6. flokkur í sameiginlegu liði Hamars og Ægis hefur tekið þátt í B riðli 5. flokks á Íslandsmóti KSÍ í sumar og staðið sig vel.

„Við erum með fjögur lið og fyrirfram var búist við því að á brattann yrði að sækja, en liðin eru sífellt að ná betur saman eftir því sem strákarnir kynnast betur,“ sagði Ólafur Jósefsson, yfirþjálfari yngri flokka í samtali við sunnlenska.is.

Í byrjun júlí tóku drengirnir þátt í skemmtilegu N1 móti á Akureyri, sem er fjölmennasta mót sem haldið er fyrir 5. flokk á landinu. Leikir unnust og töpuðust á víxl en liðin luku mótinu með sigrum og allir skemmtu sér hið besta, sem er að sjálfsögðu aðalmálið.

Fyrri greinAustur-Evrópsk tónlist í Selinu
Næsta greinTölvuþrjótar hrelldu Árborgara