+5 á öðrum hring hjá Andra Má

Andri Már Óskarsson, Golfklúbbnum Hellu, lék annan hring Íslandsmótsins í holukeppni á Strandarvelli á fimm höggum yfir pari. Andri Már er nú í 10.-16. sæti þegar mótið er hálfnað.

Íslandsmeistarinn í höggleik árið 2006, Sigmundur Einar Másson úr GKG, er efstur eftir annan keppnisdag. Sigmundur er samtals á þremur höggum undir pari eftir að hafa leikið á 69 höggum á öðrum hring eða þremur höggum undir pari.

Keppni í karlaflokki er hnífjöfn og ljóst að mikið getur gerst í dag laugardag, þegar þriðji hringurinn verður leikinn.

Sigurþór Jónsson, Golfklúbbi Selfoss, er í 21.-24. sæti en hann lék á sex höggum yfir pari í gær, en heldur sæti sínu nokkurn veginn þrátt fyrir mun betri spilamennsku í gær.

Félagi hans úr Golfklúbbi Selfoss, Hlynur Geir Hjartarson, er í 35.-38. sæti eins og stendur en Hlynur náði sér ekki á strik á öðrum hring og lék á sex höggum yfir pari en fyrsta hringinn lék hann á fimm höggum yfir pari.