41 HSK met sett árið 2010

Á síðasta ári var metaskrá Héraðssambandsins Skarphéðins í frjálsíþróttum uppfærð en 41 HSK met var sett árið 2010.

Á síðasta ári voru sett 34 HSK met innanhúss og sjö utanhúss. Rétt er að geta þess að nokkuð var um það að metin væru tví- og þríbætt á árinu og því má segja að fleiri met hafi verið sett í raun. Þá er vel hugsanlegt að met vanti og þá í greinum sem ekki er keppt í á héraðs- og Íslandsmótum.

HSK met árið 2010