40 keppendur á bocciamóti HSK

Verðlaunahafarnir ásamt yfirþjálfurum Gnýs og Suðra, Valgeiri F. Backman og Ófeigi Á. Leifssyni. Ljósmynd/Aðsend

Héraðsmót í boccia fatlaðra var haldið í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi síðastliðinn laugardag. Keppendur voru 40 talsins og var fyrirkomulagið tvenndarkeppni.

Keppendur komu frá Íþróttafélögunum Gný og Suðra og ríkti mikil leikgleði á mótinu ásamt hörkukeppni á milli liða. Í hádeginu var tekið hlé og þátttakendur gæddu sér á pizzum og drykkjum í boði Dominos og MS.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti Sveinn Gíslason og Valdís Hrönn Jónsdóttir
2. sæti Kristján Jón Gíslason og Thelma Þöll Þorbjörnsdóttir
3. sæti John William Boyd og Sigríður K. Boyd

Fyrri greinVilja kenna vindorkulundinn við Vaðöldu
Næsta greinSóknarfærin eru til staðar