Suðurlandsslagur í bikarnum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta. Stórleikur umferðarinnar er Suðurlandsslagur í Hveragerði.

Hamar fær þar Selfoss í heimsókn en bæði liðin leika í 1. deildinni í vetur.

Þór Þ heimsækir Keflavík í úrvalsdeildarslag og utandeildarlið Laugdæla fær úrvalsdeildarlið Ármanns í heimsókn á Laugarvatn.

Aðrir leikir í 32-liða úrslitunum eru:
KR B – Valur
Fjölnir – Þór Ak.
Fylkir – KR
Álftanes – Njarðvík
Skallagrímur – Breiðablik
Höttur – Tindastóll
Sindri – ÍR

Liðin sem sitja hjá í 32-liða úrslitunum eru KV, Stjarnan, Haukar, Snæfell, ÍA og Grindavík

Fyrri greinSamfylkingin áfram stærst í Suðurkjördæmi
Næsta greinVel heppnaður farskóli safnafólks