25 milljónir í vallarrekstur á árinu

Sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélag Selfoss skrifuðu í gærkvöldi undir rekstrarsamning á íþróttavallarsvæðinu á Selfossi fyrir árið 2013.

Samningurinn hljóðar upp á 25,1 milljón króna og gildir sú upphæð fyrir árið 2013 en upphæðin stendur straum af öllum launa- og rekstrarkostnaði við Selfossvöll.

Umf. Selfoss sér um allan rekstur vallarsvæðisins og hefur því meðal annars umsjón með nýju klefunum og salernunum sem verið er að taka í notkun í nýju stúkubyggingunni.

Einnig er unnið að því að bæta tækjakostinn á vallarsvæðinu og var sveitarfélagið einnig að fjárfesta í litlum pallbíl sem nýtist sem vinnubíll fyrir vallarsvæðið.

Fyrri greinGuggurnar á Rósenberg í kvöld
Næsta greinKvenfélagið endurnýjaði eyrnaþrýstingsmælinn