23 keppendur tóku þátt

Fjórðungsglíma Suðurlands fór fram í Þingborg Flóahreppi laugardaginn 3. desember og hófst kl. 11:00. Keppt var á tveimur dýnulögðum völlum í þremur flokkum stúlkna og fjórum flokkum drengja.

Keppni í fullorðinsflokkum féll niður sökum keppendafæðar.

Alls sendu fjögur félög 23 keppendur til leiks en rétt til þátttöku eiga allir félagar íþrótta- og ungmennafélaga á svæðinu frá Skeiðará að Hvalfjarðarbotni að Reykjavík undanskilinni.

Verðlaunahafar:

Piltar 14 ára
1. Kristján Bjarni Indriðason Dímon
2. Aron Sigurjónsson Dímon

Strákar 12-13 ára
1. Sindri Sigurjónsson Dímon
2. Jóhann Sigurður Andersen Bisk.
3. Helgi Valur Smárason Dímon

Stúlkur 12 ára
1. Aldís Freyja Kristjánsdóttir Garpi
2. María Sif Indriðadóttir Dímon

Strákar 11 ára
1. Ísak Guðnason Dímon
2. Pétur Stefán Glascorsson Dímon

Stelpur 11 ára
1.-2. Svanhvít Stella Þorvaldsóttir Dímon
1.-2. Þorbjörg Skarphéðinsdóttir Garpi

Strákar 10 ára og yngri
1. Ragnar Dagur Hjaltason Bisk.
2. Kjartan Helgason Bisk.
3.-4. Heimir Árni Erlendsson Dímon
3.-4. Magnús Þór Daníelsson Garpi

Stúlkur 10 ára og yngri
1. Melkorka Álfdís Hjartardóttir Þjótanda
2. Guðrún Margrét Sveinsdóttir Dímon
3. Arna Daníelsdóttir Garpi