222 stig á Laugarvatni

Laugdælir töpuðu 97-125 þegar þeir tóku á móti Valsmönnum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Gestirnir völtuðu yfir Laugdæli í upphafi leiks og leiddu með 28 stiga mun að loknum 1. leikhluta, 9-37. Laugdælir réttu úr kútnum með því að skora 38 stig í næsta leikhluta en staðan í hálfleik var 47-71.

Síðari hálfleikur var jafn og áfram var mikið skorað. Laugdælir minnkuðu muninn lítillega í 3. leikhluta en Valsmenn voru öruggir á endasprettinum og unnu verðskuldaðan sigur.

Sigurður Orri Hafþórsson og Bjarni Bjarnason voru báðir með 27 stig fyrir Laugdæli. Pétur Már Sigurðsson skoraði 18 og Jón H. Baldvinsson 15.

Fyrri greinNaumur sigur á botnliðinu
Næsta greinKristrún sjóðheit í stórsigri Hamars