155 HSK met sett á síðasta ári

Líkt og undanfarin ár hefur framkvæmdastjóri HSK uppfært metaskrár HSK í frjálsíþróttum í öllum flokkum frá 11 ára aldri, bæði innan- og utanhúss. Nú í loks síðasta árs voru einnig gerð drög að afrekaskrá fyrir fatlaðra.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í upphafi nýs árs voru samtals 155 HSK met sett á síðasta ári. Fatlaðir settu 12 met, keppendur 11 – 22 ára settu 77 met, keppendur í karla- og kvennaflokkum settu sex met og keppendur í öldungaflokkum settu 60 met.

Ólafur Guðmundsson Selfossi setti flest HSK met á árinu, en samtals setti hann 24 met í flokki 45 – 49 ára karla og var hluti þeirra einnig Íslandsmet í hans aldursflokki.

Næst kom Hákon Birkir Grétarsson Selfossi 13 ára, en hann setti samtals 16 met, þar af voru fimm boðhlaupsmet sem hann setti með félögum sínum. Ástþór Jón Tryggvason Selfossi sem keppti í 16-17 ára flokki setti 14 met og fjögur þeirra voru í boðhlaupum.

Hulda Sigurjónsdóttir Suðra setti flest HSK met fatlaðra á árinu, eða 11 talsins. Thelma Björk Einarsdóttir Selfossi og keppandi í 18-19 ára flokki setti flest met í kvenna- og stúlknaflokkum, en hún setti átta HSK met.

Kristinn Þór Kristinsson Samhygð, sem nú er genginn til liðs við Selfoss, setti flest HSK met í fullorðinsflokki, eða samtals fimm met.

Þess má geta þess að 73 ára aldursmunur var á yngsta og elsta HSK methafa ársins. Óskar Snorri Óskarsson Umf. Hrunamanna varð 11 ára á síðasta ári, en hann setti tvö HSK met í sínum flokki. Árni Einarsson Selfossi varð 84 ára á árinu og hann setti eitt met í sínum flokki.

HSK metaskrár, þar sem einnig má sjá yfirlit allra HSK meta sem sett voru á síðasta ári má nálgast á vef HSK, www.hsk.is.

Fyrri greinBörn, öryrkjar og eldri borgarar fá gefins árskort
Næsta greinFróði fékk í skrúfuna