130 keppendur á héraðsleikum

Héraðsleikar HSK í frjálsíþróttum fóru fram í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli síðastliðinn sunnudag. Alls voru 130 keppendur skráðir til leiks og mikið líf var í húsinu.

Keppendur 8 ára og yngri kepptu í þrautabraut en 9-10 ára öttu kappi í hefðbundnum greinum. Að móti loknu fengu svo allir þátttakendur verðlaunapening fyrir þátttökuna.

Mótið gekk mjög vel fyrir sig og er öllum starfsmönnum þakkað sérstaklega fyrir aðstoðina. Héraðsleikarnir voru síðasta mót innanhússtímabilsins og nú hefst undirbúningur fyrir sumarið hjá öllum iðkendum.

Fjöldi mynda frá mótinu má sjá á www.hsk.is.

Fyrri greinTvö þúsund í mat á hverjum degi
Næsta greinSlasaðist á Kjalvegi