101. héraðsþing HSK haldið á Hellu

Frá ársþingi HSK á Þingborg á síðasta ári. Guðríður Adnegaard formaður er í pontu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

101. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður haldið í íþróttahúsinu á Hellu fimmtudaginn 23. mars næstkomandi og hefst stundvíslega kl. 17:00. Afhending þinggagna er frá 16:30.

Rétt til setu á þinginu eiga 121 fulltrúar frá 55 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins, auk gesta. Fulltrúar félaga og ráða þurfa að skila inn kjörbréfi með nöfnum þingfulltrúa strax í upphafi þings.

Þessa dagana er unnið að lokaundirbúningi þingsins og þá hefur kjörnefnd sambandsins lokið störfum, en nefndin hefur það verkefni að koma með tillögu að nefndar- og stjórnarskipan HSK 2023.

Þinggögn, önnur en ársskýrsla HSK, verða ekki á borðum þingfulltrúa að þessu sinni. Þinggögnin verða öll aðgengileg á heimasíðu HSK. Opna má slóðina með QR kóða sem er á bls. 3 í ársskýrslunni.

Auk hefðbundna þingstarfa verður val á íþróttakarli og íþróttakonu HSK kunngjört á þinginu.

Fyrri greinNafn mannsins sem lést
Næsta greinHSK/Selfoss bikarmeistari 15 ára og yngri