Þrjú stig í húsi í fyrsta leik

Knattspyrnufélag Rangæinga hóf keppni í kvöld í 4. deild karla í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Skautafélag Reykjavíkur á Þróttarvöllinn.

Lokatölur leiksins urðu 1-2 og litu öll mörkin dagsins ljós í fyrri hálfleik.

SR komst yfir á 27. mínútu en Hjörvar Sigurðsson jafnaði fyrir KFR fimm mínútum síðar. Przemyslaw Bielawski skoraði svo sigurmarkið á 37. mínútu.

KFR er í 2. sæti B-riðils 4. deildar með 3 stig.

Fyrri greinGóður sigur Selfoss á útivelli
Næsta greinEftirför lauk með árekstri