Þrjú héraðsmet á öldungamóti

Ágætis þátttaka var á MÍ eldra frjálsíþróttafólks um síðustu helgi undir styrkri stjórn Breiðabliksmanna. Fjórir þátttakendur frá HSK tóku þátt og varð HSK í 6. sæti af 16 þátttökuliðum með 45 stig.

Ingvar Garðarsson keppti í tveimur greinum í flokki 55 – 59 ára og setti HSK met í þeim báðum. Í 800 m hlaupi á 2:39,62 mín og í 3000 m hlaupi á 11:07.38 mín. Hann varð í öðru og þriðja sæti í þessum greinum.

Guðbjörn Árnason setti HSK met í 400 metra hlaupi í aldursflokknum 50-54 ára, hljóp á 65,11 sek og varð annar. Hann jafnaði eigið HSK met í hástökki, stökk 1,50 metra og vann. Þá varð hann annar í 60 metra hlaupi á 8,58 sek.

Guðmundur Nikulásson keppti í 50-54 ára flokki. Hann varð þriðji í 60 metra hlaupi á 8,80 sek, annar í kúluvarpi með 9,86 metra og annar í hástökki með 1,40 metra.

Árni Einarsson keppti í kúluvarpi í flokki 80 – 84 ára og sigraði, kastaði 3 kg kúlunni 7,09 metra.

Fyrri greinSkráning hafin í Músiktilraunir
Næsta greinKasparov heimsækir Fischersetrið