Þrjátíu keppendur frá fjórum félögum tóku þátt

Héraðsmót HSK í skák var haldið í Grunnskólanum á Hellu um síðustu helgi. Þrjátíu keppendur tóku þátt og komu þeir frá fjórum félögum.

Keppnin fór vel fram og var bæði jöfn og skemmtileg og er mót þetta vonandi komið til með að vera, sem er full þörf fyrir. Sérstaklega var keppnin í yngsta flokknum 10 ára og yngri skemmtileg og spennandi þar sem þrír efstu menn urðu jafnir með fimm vinninga af sex mögulegum, var stigareikningur síðan látinn ráða niðurröðun keppenda. Heildarúrslit mótsins eru á www.hsk.is.

Verðlaunahafar:

10 ára og yngri
1. Gunnar Guðmundsson Hekla 5 vinningar
2. Anton Fannar Kristinsson Hekla 5 vinningar
3. Martin Patryk Srichakam Hekla 5 vinningar

11-13 ára
1. Almar Máni Þorsteinsson Hekla 5 vinningar
2. Heiðar Óli Guðmundsson Hekla 4 vinningar
3. Gunnheiður Guðmundsdóttir Hekla 3 vinningar

14-16 ára
1. Axel Guðmundsson Dímon 1 vinningur
2. Jana Lind Ellertsdóttir Garpur 0 vinningur

Stigakeppni félaga
1. Hekla 34 stig
2. Dímon 8 stig
3. Garpur 7 stig
4. Þjótandi 4 stig

Fyrri greinVesturbúð á Eyrarbakka lokað
Næsta greinSelfyssingar bikarmeistarar í 3. flokki