Þrír Sunnlendingar í landsliðinu

Jón Daði Böðvarsson, Viking, Jón Guðni Fjóluson, Sundsvall og Viðar Örn Kjartansson, Jiangsu Guoxin-Sainty, eru allir í landsliðshópi Íslands sem mætir Kasakstan í undankeppni EM í lok mars.

Jón Daði er leikjahæstur þremenninganna með tíu landsleiki og eitt mark. Jón Guðni hefur leikið sex landsleiki og Viðar Örn þrjá.

Leikur Kasakstan og Ísland fer fram í Astana þann 28. mars. Staða Íslands er góð í riðlinum en liðið vermir sem stendur 2. sætið.Tékkar eru í toppsætinu en Ísland mætir Tékklandi á Laugardalsvelli í júní.

Fjórði Sunnlendingurinn í hópnum gegn Kasakstan er Hrunamaðurinn Rúnar Pálmarsson, en hann er annar sjúkraþjálfara liðsins.

Fyrri greinHanna skoraði fjögur gegn Sviss
Næsta greinBjörn kosinn formaður