Þrír Selfyssingar í handboltaskóla Rhein-Neckar Löwen

Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Ómar Ingi Magnússon fóru á dögunum í handboltaskóla Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.

Æft var nokkrum sinnum á dag í fimm daga auk þess sem fundir voru utan æfinga og annað í þeim dúr. Þá komu leikmenn frá Rhein-Neckar í heimsókn og voru þeir spurðir spjörunum úr.

Ferðin var vel heppnuð og gengu æfingarnar vel. Mikið var farið í varnarleik auk þess sem hreyfing án bolta og fleira í sóknarleik var tekið fyrir.

Selfyssingarnir þóttu standa sig vel og fengu mikið út úr skólanum. Auk Selfyssinganna þriggja var tólf manna hópur frá Vestmannaeyjum en íslenski hópurinn náði vel saman og skemmti sér vel í ferðinni.

Vefur UMFS

Fyrri greinBílvelta á Skeiðavegi
Næsta greinSteinveggur fjarlægður og styttist í opnun