Þrír lykilmenn framlengja við Míluna

Handknattleiksmennirnir Magnús Már Magnússon, Sverrir Andrésson og Ársæll Einar Ársælsson skrifuðu allir undir nýja samninga við Íþróttafélagið Mílan í vikunni.

Allir hafa þeir verið lykilleikmenn hjá Mílunni frá stofnun félagsins. Magnús Már og Ársæll Einar skrifuðu báðir undir samning til ársins 2019. Magnús hefur spilað með Mílan frá stofnun félagsins og hefur verið lykilleikmaður og Ársæll er ein hættulegasta skytta deildarinnar á sínum besta degi og getur raðað inn mörkum að vild.

Sverrir Andrésson skrifaði undir samning til 2018. Sverrir hefur verið einn af betri markvörðum fyrstu deildarinnar og verið í Mílan nánast frá stofnun félagsins.

Í tilkynningu frá forseta félagsins segir að það gleði félagsmenn að tilkynna að þessir þrír heiðursmenn ætli að taka slaginn með þeim grænu í vetur í Grill66 deildinni.

Fyrri greinJökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst
Næsta greinÞrenna Follows í öruggum sigri