Þriðja tap FSu í röð

FSu tapaði þriðja leiknum í röð í 1. deild karla í körfubolta þegar liðið mætti Þór Ak. á útivelli í kvöld.

Þórsarar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 46-34. Selfyssingar bitu frá sér í 3. leikhluta og minnkuðu muninn í 66-59 í upphafi 4. leikhluta. Munurinn hélst í 10 stigum í 4. leikhluta en FSu náði að minnka hann í 5 stig rétt undir lokin en nær komust þeir ekki.

Valur Orri Valsson var stigahæstur hjá FSu með 22 stig, Guðmundur Gunnarsson skoraði 20 og Björn Kristjánsson 11.

Fyrri greinÍbúar bera ekki kostnaðinn
Næsta greinVinnuskúrar verði fangaklefar