Þriðja tap Ægis í röð

Ægismenn hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðið tók á móti Gróttu í kvöld og lauk leiknum með 0-1 sigri gestanna.

Ægismenn komust yfir á 17. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Benis Krasniqi hafði brotið af sér í teignum. Krasniqi var svo aftur á ferðinni rúmum tíu mínútum síðar og gaf Gróttumönnum aðra vítaspyrnu. Marteini Erni Halldórssyni, markverði Ægis, fannst nóg um og varði síðari spyrnuna.

Staðan var 0-1 í hálfleik og síðari hálfleikurinn var, líkt og sá fyrri, ákaflega tíðindalaus. Ægismenn lágu í sókn nánast allan tímann án þess að fá færi, en Grótta beitti hröðum sóknum og var sömuleiðis fjarri því að skora. Besta færi Ægis fékk Þorkell Þráinsson á 60. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu frá Ingólfi Þórarinssyni í þverslána. Annars voru Ægismenn ekki líklegir til þess að skora í leiknum og niðurstaðan varð þriðja tapið í röð í deildinni.

Ægir situr á botni 2. deildarinnar, án stiga.

Fyrri greinRaw skírnarterta
Næsta greinStokkseyri tapaði í markaveislu