Þórunn og Lárus til Hamars

Karla- og kvennalið Hamars hafa bæði fengið liðsstyrk fyrir lokasprett körfuboltatímabilsins. Þórunn Bjarnadóttir og Lárus Jónsson eru gengin í raðir félagsins.

Þórunn er þrítugur framherji og er einn ef reynslumestu leikmönnum sem nú spila í Iceland Express-deild kvenna. Þórunn hefur spilað í deildinni frá árinu 1996, lengst af með ÍS en einnig Val og nú síðast Haukum.

Lárus þarf ekki að kynna fyrir sunnlenskum körfuboltaáhugamönnum. Þessi 32 ára gamli leikstjórnandi er annar leikjahæsti leikmaður Hamars í úrvalsdeildinni. Lárus lék með Hamri þangað til hann fór í nám til Danmerkur haustið 2008. Hann sneri aftur til Íslands síðasta sumar og gekk þá í raðir Njarðvíkur.

Fyrri greinÞyrla sótti hjartveikan mann
Næsta greinEnginn kannaðist við að hafa ekið bílnum