Þórsurum spáð 6. sæti

Þór Þorlákshöfn er spáð 6. sætinu í Domino's-deild karla í körfubolta í vetur. Þá er von á harðri baráttu í 1. deildinni.

Spá formanna, þjálfara og forráðamanna liðanna var birt á árlegum kynningarfundi KKÍ í hádeginu í dag.

KR er spáð deildarmeistaratitlinum í Domino’s-deild karla en Þórsurum 6. sæti. Ekki er mikill stigamunur á liðunum frá 4.-7. sæti í spánni.

Í 1. deild karla eru þrjú sunnlensk lið og þar er FSu liðið efst á blaði. FSu er spáð 4. sætinu, Hamri 5. sætinu og Gnúpverjar eru langneðstir í spánni, í 9. sæti.

Í 1. deild kvenna er Hamarskonum spáð 6. sæti af sjö liðum.

Keppni á Íslandsmótinu er hafin. Þórsarar eiga fyrsta leik á föstudagskvöld í Grindavík.

FSu byrjar heima á fimmtudagskvöld gegn Skallagrími en á föstudaginn heimsækja Gnúpverjar Breiðablik. Hamar byrjar á útileik gegn ÍA á sunnudagkvöld.

Kvennalið Hamars sækir KR heim í fyrsta leik á laugardaginn.

DOM­IN­O’S DEILD KARLA
1. KR 414 stig
2. Tinda­stóll 403 stig
3. Grinda­vík 319 stig
4. Njarðvík 267 stig
5. Stjarn­an 266 stig
6. Þór Þ. 246 stig
7. Kefla­vík 239 stig
8. ÍR 191 stig
9. Hauk­ar 189 stig
10. Val­ur 89 stig
11. Hött­ur 84 stig
12. Þór Ak. 60 stig

1. DEILD KARLA
1. Skalla­grím­ur 252 stig
2. Breiðablik 234 stig
3. FSu 152 stig
4. Ham­ar 134 stig
5. Fjöln­ir 125 stig
6. Snæ­fell 114 stig
7.-8. ÍA 111 stig
7.-8. Vestri 111 stig
9. Gnúp­verj­ar 48 stig

1. DEILD KVENNA
1. KR 138 stig
2. Grinda­vík 130 stig
3. Fjöln­ir 99 stig
4. Þór Ak. 77 stig
5. ÍR 72 stig
6. Ham­ar 42 stig
7. Ármann 30 stig

Fyrri greinLeitað að vitnum að líkamsárás
Næsta greinUpplestur og útgáfuhóf í Gunnarshúsi