Þórsarar unnu botnliðið

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á botnliði Vals, 91-84, í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld.

Fyrsti leikhluti var jafn en Valur leiddi að honum loknum, 26-29. Gestirnir hófu síðan 2. leikhluta á 16-5 áhlaupi og staðan var þá orðin 31-45 en Þórsarar minnkuðu muninn niður í tíu stig fyrir hálfleik, 37-47.

Þórsarar léku á alls oddi síðustu fimm mínútur 3. leikhluta og vörn Vals réð ekki við neitt. Á skömmum tíma skoraði Þór 25 stig og þeir komust aftur yfir, 71-64. Lokafjórðungurinn var jafn en Þórsarar náðu að landa sigri með á lokamínútunum en Valsmenn skoruðu aðeins sex stig á síðustu tæpu fimm mínútunum á meðan Þórsarar voru öruggir á heimstíminu.

Tómas Heiðar Tómasson var stigahæstur Þórs með 28 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson átti sömuleiðis fínan leik með 20 stig, 18 fráköst og 6 varin skot. Halldór Garðar Hermannsson skoraði 13 stig, Emil Karel Einarsson 12, Nemanja Sovic 10 og Þorsteinn Már Ragnarsson 8 en Þorsteinn lék meiddur þar sem Baldur Þór bróðir hans og Mike Cook voru í leikbanni.

Þór er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig.

Fyrri greinHamar tapaði stórt á Króknum
Næsta greinLaugardagsgotterí í Listasafninu