Þórsarar töpuðu í Keflavík

Þórsarar töpuðu fyrir Keflavík í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld, 106-100. Þórsarar gerðu atlögu að Keflavík undir lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Fyrri hálfleikur var í járnum, 23-23, að loknum 1. leikhluta en Ben Smith skoraði flautuþrist á lokasekúndu 2. leikhluta og staðan var 53-50 í hálfleik.

Keflvíkingar voru betur stemmdir í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 79-69 að loknum 3. leikhluta. Þeir bættu svo enn í á fyrstu mínútum 4. leikhluta og náðu átján stiga forskoti, 90-72. Þórsarar voru hins vegar ekki hættir þrátt fyrir að hafa misst Guðmund Jónsson útaf með fimm villur og minnkuðu muninn í 7 stig, 99-92, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Nær komust Þórsarar ekki og Keflvíkingar náðu að halda sér frá sér á lokamínútunum.

Benjamin Smith var stigahæstur í liði Þórs með 30 stig, David Jackson skoraði 26 og tók 13 fráköst, Vilhjálmur Atli Björnsson skoraði 16 og þeir Guðmundur Jónsson og Darrell Flake 14.

Staðan í Domino’s-deildinni

Fyrri greinDeilt um þörfina á auknu starfshlutfalli oddvita
Næsta greinSkoða hagkvæmni á nýtingu holunnar